
Unga heimspekingnum vel fagnað
Hinn nýbakaði doktor í heimspeki Jakob Guðmundur Rúnarsson frá Þverfelli í Lundarreykjadal, steig á stokk í Snorrastofu þriðjudagskvöldið 19. janúar síðastliðið og kynnti meginviðfangsefni ritgerðar sinnar, sem hann varði við Háskóla Íslands í apríl 2015.
Ritgerðin ber heitið, Einhyggja, þróun og framfarir. Heimspeki Ágústs H. Bjarnasonar, en fyrirlesturinn nefndi Jakob, ..."allir gluggar opnuðust" og vísar hann þar til þeirra ummæla sem ritverk dr. Ágústs fengu á 20. öldinni. Jakob rakti ljóslega ættir og uppruna Ágústs, sem fæddur var inn í velmegandi og athafnasama fjölskyldu, sem mótaði um margt þau skilyrði, sem hann naut um sína ævi. Þá fór Jakob einnig í orðum sínum um fræðalendur heimspekingsins og ljóst var á umræðum, sem spunnust að fyrirlestrinum loknum að þar var hreyft við ýmsum grundvallarspurningum mannlegs lífs. Borgfirðingar tóku vel á móti hinum unga doktor og stundin reyndist hin ánægjulegasta. (Ljósm. Guðl. Óskarsson)
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.