
Útfararsiðir vekja áhuga
Síðastliðinn þriðjudag, 12. febrúar hélt Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka fyrirlestur í bókhlöðunni um útfararsiði Íslendinga á öldinni, sem leið. Þórólfur kom víða við og hafði safnað saman margs konar fróðleik um þá siði, sem orðið hafa til við útfarir með okkur Íslendingum.
Mest fjallaði hann um húskveðjuna, sem nú má segja að hafi horfið úr siðvenjum okkar eftir að hafa tíðkast mjög. Fleira bar á góma og féll umfjöllunin öll í góðan jarðveg áheyrenda, sem tóku líflegan þátt í umræðum að fyrirlestri loknum.
Sjá tilkynningu um fyrirlesturinn...
Myndir Bergur Þ.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.