Útgáfa vegna norrænnar goðafræði 20. nóvember 2021

Útgáfa vegna norrænnar goðafræði

Alls hafa sex bindi af sjö komið út. Fjögur komu út um áramótin, en tvö þau fyrstu voru gefin út á árunum 2018 og 2019. Er óhætt að fullyrða að um sé að ræða hápunkt í starfsemi Snorrastofu. Sjöunda og síðasta bindið er á lokastigi vinnslu undir stjórn John McKinnell, prófessors við The University of Durham á Englandi. Honum til aðstoðar eru Terry Gunnell, prófessor við Háskóla Íslands, Paul Tan, doktorsnemi í Durham, og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu.

Mikil vinna, metnaður og fjármagn hefur farið í þetta stóra verkefni, sem hófst með formlegum hætti árið 2008. Afurðir þess eru smátt og smátt að koma í ljós og er allt ferlið einungis ári á eftir áætlun.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.