Vel mætt á fyrsta Prjóna-bóka-kaffið 3. október 2019

Vel mætt á fyrsta Prjóna-bóka-kaffið

Prjóna-bóka-kaffi bókhlöðunnar hefur hlotið góðan hljómgrunn meðal íbúa og fimmtudaginn 3. október var góð mæting á fyrsta kvöldi vetrarins. Kvöldstundirnar hafa gefist einstaklega vel, meðal annars af því að til þeirra mæta bæði karlar og konur og úr verður sannkölluð baðstofustemning.

Ýmsar skemmtilegar frásögur lifna gjarnan í slíkri stemningu og á þessu fyrsta kvöldi las Haukur Júlíusson ljóð eftir Megas um rauðu rúturnar.

Prjóna-bóka-kaffi bókhlöðunnar verða hálfsmánaðarlega í vetur, annan hvern fimmtudag kl. 20-22.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.