
Viðburðaskrá Snorrastofu
Um miðjan október s.l. leit viðburðaskrá Snorrastofu dagsins ljós og var dreift á heimili hér á Vesturlandi.
Skráin greinir frá margs konar viðfangsefnum, sem viðruð verða í fyrirlestrum, dagskrám, samverustundum, námskeiðs- og kvæðakvöldum. Leiðarljós þessa starfs er skipulagsskrá stofnunarinnar, þar sem kveðið er svo að orði: „Stofnunin stuðlar að rannsóknum og veitir fræðslu um norræna sögu og bókmenntir sem tengjast Snorra Sturlusyni og Reykholti. Stofnuninni er einnig ætlað að kynna sögu Borgarfjarðarhéraðs sérstaklega“. Einkunnarorð viðburða í Snorrastofu eru fjölbreytileiki, þar sem tekið er á málefnum allt frá miðöldum til nútímans af sjónarhóli lærðra og leika. Þannig vekur og eflir Snorrastof
a þá menningu og menntun, sem lifað hefur í gegnum aldir í Reykholti og átt hefur jafnan undirstöður sínar í þátttöku almennings. Þá er í skránni einnig yfirlit yfir aðstöðu og þjónustu Snorrastofu að ógleymdri líflegri bókaútgáfu hennar. Vert er að geta um nýjustu bókina, Reykholt í ljósi fornleifanna, en það er íslensk samantekt Guðrúnar Sveinbjarnardóttur á fonleifarannsóknum á staðnum, sem áður hafa birst á ensku.
Fluttir verða fyrirlestrar um forn fræði, námskeið vetrarins verður um Sturlu Þórðarson og Sturlungu, lokum Reykholtsverkefnisins verður fagnað og fjallað verður um þekkta Borgfirðinga eins og Reykhyltinga 1569-1807, Þórð Kristleifsson frá Stóra-Kroppi og Sigríði Pálsdóttur, systur sr. Einars Pálssonar í Reykho
lti. Þá verður einnig greint frá gerð glugga í Reykholtskirkju, fjallað um kirkjur og kirkjugripi í Borgarfjarðarhéraði og nýjar rannsóknir á samf
élagsmálefninu, mennta- og menningarstofnunum á landsbyggðinni. Þá verður einnig kallaður til afreksmaður af Skaganum, sem klifið hefur fjallið Everest og gönguhópur segir frá ferð sinni í kringum fjallið Mont Blanc. Þannig má segja að verkefnaskráin hafi teygt sig til áhugamála grasrótarinnar, sem umlykur stofnunina og auðgað hefur hana með þátttöku sinni. Bókhlaðan býður yngstu borgurunum til sögustundar í Norrænu bókmennt
avikunni þar sem Dagur íslenskrar tungu hvílir og fleiri munu njóta góðs af gestum þeirrar viku, sem ætlað er að að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir.
Ekki má gleyma vinsæla Prjóna-bóka-kaffinu, sem er hálfsmánaðarlega í Bókhlöðunni þar sem notaleg baðstofustemning ríkir við hannyrðir, kaffisopa, líflegar umræður, upplestur og fróðleik.
Skráin vitnar einnig um gjöfult samstarf Snorrastofu við félög og stofnanir, svo sem Reykholtskirkju, Reykholtshátíð, Kvæðamannafélagið Snorra í Reykholti, félagsheimilið og upplýsingamiðstöðina Brúarás, Sturlufélagið, Landnámssetrið, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Litlu menntabúðina. Litla menntabúðin er ánægjuleg viðbót í Reykholti undir stjórn Halldórs G. Bjarnasonar og Ingibjargar Kristleifsdóttur, sem skipuleggur fjölbreytt námskeið fyrir hópa og einstaklinga. Upplýsingar um starf Menntabúðarinnar er á vef hennar, litlamenntabudin.heimskringlan.is
Snorrastofa veitir upplýsingar um starf sitt á vefsíðu stofnunarinnar og þar má einnig fylgjast með öðrum viðburðum svo sem tónleikum og helgihaldi í Reykholtskirkju.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.