
Viðburðaskrá Snorrastofu komin út
Viðburðaskrá Snorrastofu fyrir veturinn 2018-2019 er komin út.
Í henni eru tilgreindir viðburðir vetrarins, sem Snorrastofa stendur fyrir auk annarra gagnlegra upplýsinga um stofnunina og starfsemi hennar.
Viðburðir eru fjölbreyttir. Meðal annars fyrirlestrar í héraði, sem eru að meðaltali einu sinni í mánuði, fornsagnanámskeið Snorrastofu, Landnámsseturs og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og prjóna-bóka-kaffið í bókhlöðunni, sem er hálfsmánaðarlega.
Þá heldur Snorrastofa uppá aldarafmæli fullveldisins með tvennu móti, annars vegar með sögusýningu og fyrirlestri í byrjun nóvember og hins vegar í lok nóvember, vinnustofu og opnum fyrirlestri um þátt Snorra Sturlusonar og arfleifðar hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Að vori stefnir Stofnunin á að opna staðinn til menningarhátíðar fyrir börn. Sú hátíð er í undirbúningi og mótun en á sér hliðstæðu frá vorinu 2016.
Viðburðaskráin er borin út á hvert heimili í héraðinu og er mikilvægur grunnur litríkrar dagskrár Snorrastofu. Margir leggja þar hönd á plóg og skráin er að sjálfsögðu birt með fyrirvara um breytingar og hér á heimasíðunni er hægt að fylgjast með réttri framvindu.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.