
Viðburðaskrá vetrarins er komin út
Um þessar mundir berst heimilum á Vesturlandi skrá Snorrastofu yfir viðburði vetrarins 2016-2017. Sjá vefútgáfu hér...
Viðburðir eru fjölbreyttir að vanda og í skránni er einnig leitast við að kynna aðra starfsemi og þjónustu stofnunarinnar. Þá má einnig minna fólk á að á heimasíða Snorrastofu eru raktir viðburðir í Reykholtskirkju, helgihald og tónleikar.
Hápunktur viðburðanna er án efa minningarhátíðin á sumri komnanda 15. júlí 2017 þar sem þess verður minnst í Reykholti að 70 ár verða liðin frá afhendingu styttunnar góðu af Snorra Sturlusyni, sem Norðmenn færðu Íslendingum og gerð var af norska myndhöggvaranum Gustav Vigeland.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.