Viðeyjarrannsóknin skýrir myndina af Viðeyjarklaustri 20. febrúar 2019

Viðeyjarrannsóknin skýrir myndina af Viðeyjarklaustri

Þriðjudaginn 29. janúar s.l. hélt Þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir fyrirlestur í Bókhlöðu Snorrastofu um fornleifarannsóknina í Viðey 1987-1995.

Rannsókninni stýrði Margrét á sínum tíma og hefur nú tekið upp þráðinn við að vinna úr niðurstöðum rannsóknarinnar og koma þeim á framfæri.

Margt áhugavert kom fram í fyrirlestri Margrétar, sem færir okkur nánari vitneskju um klaustur það í Viðey, sem Snorri Sturluson stofnaði þar í félagi við Þorvald Gissurarson.

Umræður að fyrirlestrinum loknum voru áhugaverðar og líflegar eins og jafnan er raunin eftir fyrirlestrakvöld af þessu tagi.

Nánar um fyrirlesturinn...

Myndir Guðl.Ósk.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.