Vilborg Davíðsdóttir og ofur-fornkonan Auður djúpúðga 14. nóvember 2015

Vilborg Davíðsdóttir og ofur-fornkonan Auður djúpúðga

Þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20:30 flutti Vilborg Davíðsdóttir fyrirlesturinn "Einn kvenmaður" og vísaði í heitinu til lýsingar á því hvernig Auður djúpúðga komst frá Írlandi til Íslands með sitt föruneyti. Vilborg kynnti sögusvið og fléttur þeirra tveggja bóka um Auði, sem út eru komnar eftir hana og ýjaði að efni þeirrar þriðju, sem nú er í smíðum. Einngi sagði hún einlæglega frá því, hver vandamálin geta verið þegar skrifuð er skáldsaga um þennan löngu liðna tíma. Þá kom Vilborg í lokin inná þá áskorun lífsins, sem felst í því að mæta dauðanum og hvernig hægt er að láta þá reynslu auðga líf sitt og dýpka. Á milli bókanna um Auði og nýjustu bókar Vilborgar, Ástin, drekinn og dauðinn, sem fjallar um reynslu Vilborgar af dauðanum eru bönd, sem hún greindi skemmtilega frá í fyrirlestri sínum. Ánægjuleg heimsókn Vilborgar var liður í Norrænu bókasafnavikunni, sem stendur yfir þar sem áherslan liggur meðal annars á að vekja áhuga á samnorrænum sagnauði. Þar geta Íslendingar svo sannarlega fyllt forystusætið. Fimmtudaginn 12. nóvember les Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjórin SSV úr Egils sögu í Prjóna-bóka-kaffi og kynnir starf Norræna félagsins í Borgarfirði.

 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.