Virtur og vinsæll franskur vísindamaður 2. september 2016

Virtur og vinsæll franskur vísindamaður

Dr. François-Xavier Dillmann, prófessor í fornnorrænum fræðum í École pratique des Hautes Études í París (Sorbonne), hefur dvalið undanfarnar vikur í Snorrastofu við fræðastörf og þýðingar. Dillmann er virtur vel fyrir fræðastörf sínum á evrópskum vettvangi. Hann hefur unnið mjög að franskri þýðingu á verkum Snorra Sturlusonar, þýddi Snorra Eddu, sem kom út hjá Gallimard forlaginu í París 1991, og hefur verið mjög vinsæl hjá frönskumælandi lesendum - hefur komið út í tugþúsunda upplagi (prentuð 19 sinnum). Þá hefur komið út af hans hendi fyrsti hluti þýðingar á Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Dillmann er mikill aufúsugestur í Reykholti og fræðasamfélagið fagnar hverri dvöl hans við Snorrastofu. Áformað er að hann komi aftur að ári og flytji erindi um Ólaf helga á næstu Reykholtshátíð – 2017.

Myndina tók Guðlaugur Óskarsson af Dillmann (t.h.) og  Óskari Guðmundssyni (t.v.)

við árhverinn Velli

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.