
„Á bernskuslóðum í Ísrael“: frásaga í Prjóna-bóka-kaffi
Fimmtudagskvöldið 15. desember næstkomandi flytja Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu og Sigríður Kristinsdóttir frásögu og sýna myndir frá ferð sem þó fóru nýverið til Ísrael.
Bergur á bernskuminningar frá landinu helga en þar dvaldi hann með foreldrum sínum í 3 ár frá 5 ára aldri, 1963-1966.
Með ferðalaginu rættist langþráður draumur hans um að endurnýja þessi kynni.
Auk frásagnar Bergs og Sigríðar mætir Bjartmar Hannesson með nýju ljóðabókina sína.
Heitt verður á könnunni og jólabækurnar glóðvolgar.
Verslun Snorrastofu býður gestum afslátt á skarti þetta kvöld, sjá auglýsingu á heimasíðunni.
Verið öll velkomin.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.