Tónlist í kirkjunni

Tónlist í kirkjunni

Reykholtskirkja sem var vigð 28. júlí 1996 er rómuð fyrir fagran hljómburð. Frá vígslu hennar hafa verið haldnir þar um 800 tónleikar og minningarhátiðir, auk kirkjulegra athafna.

Kirkjan tekur um 280 manns í sæti en hægt er með góðum vilja að koma allt að 350 stólum fyrir þar.

Kirkja og safnaðarsalur eru vel búinn tækjum þannig að varpa má hljómi og mynd frá kirkjunni niður í safnaðarsalinn.

Sjá ennfremur myndir úr kirkjunni á myndaflipa hér á vefnum…

Einkennismynd síðunnar er af Reykholtskórnum árið 2007.

Hin árlega Reykholtshátíð   er haldin í tengslum við kirkjudag, síðustu helgina í júlí.

Teknir hafa verið upp margir hljómdiskar í kirkjunni og ýmsir kórar hafa notfært sér aðstöðuna í Reykholti og dvalið um lengri eða skemmri tíma við æfingar.

Sem dæmi má nefna er kórinn, Raddir Evrópu 2000, sem var í Reykholti á vegum Listahátíðar í Reykjavík við æfingar og undirbúning fyrir tónleikaferð kórsins til menningarborga Evrópu árið 2000. Kórinn var skipaður 10 ungmennum frá hverri menningarborg en þær voru 9 það árið. Þorgerður Ingólfsdóttur stjórnaði æfingum ásamt kórstjórum frá hverri borg.

Eistneska tónskáldið, Arvo Pärt, samdi verk fyrir kórinn og dvaldi í Reykholti meðan æfingar á verkinu stóðu yfir.

Um árabil höfðu Reykholtskirkja, Borgarfjarðarpófastsdæmi og Tónlistarfélag Borgarfjarðar með sér samstarf um aðventutónleika.


Reykholtshátíð

Reykholtshátíð hefur verið haldin árlega síðustu helgina júlí i tengslum við Kirkjudag Reykholtskirkju frá árinu 1997.

Stjórnandi og stofnandi tónlistarhátíðarinnar, Reykholtshátíð – sígild tónlist í sögulegu umhverfi, var Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari.

Þegar Steinunn Birna tók við starfi tónlistarstjóra Hörpu – tónlistar- og ráðstefnuhús tók Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari að sér stjórnun hátíðarinar á árunum 2011 og 2012.

Sigurgeir Agnarsson sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Islands tók við af Steinunni Birnu árið 2013 og árið 2020 tók Þórunn Ósk Marínósdóttir við sem listrænn stjórnandi hátíðarinnar. 

Þórunn Ósk Marinósdóttir er leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kennir víóluleik og kammermúsík við Menntaskóla í tónlist  og Listaháskóla Íslands. Hún hóf fiðlunám í Tónlistarskólanum á Akureyri sjö ára gömul þar sem hennar aðalkennari var Lilja Hjaltadóttir og lauk masters prófi í víóluleik frá Konunglega tónlistarháskólanum í Brussel undir handleiðslu Ervins Schiffer.

Reykholtshátíð er rómuð fyrir frábæran flutning framúrskarandi tónlistarmanna sem nýtur sín afar vel í kirkjunni.

reykholtshatid.is

Reykholtshátíð


Leiga til tónleikahalds

Kirkjan er leigð út til tónleikahalds, æfinga og annarra viðburða.

Upplýsingar um verð og annað gefur sviðsstjóri Snorrastofu,  Sigrún Guttormsdóttir Þormar sigrun@snorrastofa.is. eða í síma 847 5581

Leiga til tónleikhalds

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.