"„Gisnar tímaraðir“ Tónleikar fyrsta vetrardag, 27. október 2018"
27. október 2018

"„Gisnar tímaraðir“ Tónleikar fyrsta vetrardag, 27. október 2018"

Reykholtskirkja

Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja þýskar og íslenskar einsöngsperlur - allt frá 18.öld til okkar daga - sumar þeirra eru mjög sjaldan uppi á borði.

Jafnframt mun Trausti Jónsson veðurfræðingur og áhugamaður um tónlistarsögu segja frá fordómum sínum gagnvart lögunum og/eða tónskáldum þeirra og dreifa nokkrum (gisnum) fróðleiksmolum.

Tónleikarnir verða í Reykholtskirkju fyrsta vetrardag, laugardaginn 27.október n.k. kl.16.

Aðgangseyrir kr. 1000 - athugið að greiðsluvél er ekki á staðnum.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.