17. júní í Reykholtsdal hefst að venju með hátíðarguðsþjónustu og hópreið
17. júní 2016

17. júní í Reykholtsdal hefst að venju með hátíðarguðsþjónustu og hópreið

Reykholtskirkja

Sú ánægjulega hefð hefur fest rætur hér í Reykholtsdal að Ungmennafélag Reykdæla hefur sína þjóðhátíðardagskrá með hópreið í messu í Reykholtskirkju. Messan hefst kl. 11 en lagt af stað frá Gróf kl. 10 og frá Hofsstöðum kl. 10:15 Aðstaða í Reykholti fyrir hestamenn í áningu er til fyrirmyndar eftir að Höskuldargerði var reist árið 2010. Það var helgað minningu hins merka hestamanns Höskuldar Eyjólfssonar á Hofsstöðum. Allt frá upphafi þessarar hefðar hefur þátttaka í reiðinni verið lífleg og þykir ómissandi á þjóðhátíð.

Dagskrá Ungmennafélagsins heldur svo áfram í Logalandi kl. 13 með hangikjötsveislu og hátíðardagskrá. Þar verður flutt hátíðarræða, Fjallkonan flytur ljóð, farið verður í leiki og karamelluflugvélin verður á sínum stað. Sjá nánar um dagskrána....

 

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.