Barnamenningarhátíð í Reykholti
8. maí 2019

Barnamenningarhátíð í Reykholti

Önnur staðsetning

Snorrastofa stendur fyrir heilsdags hátíð miðvikudaginn 8. maí 2019 í samstarfi við menningarfulltrúa Vesturlands, Elísabetu Haraldsdóttur og Uppbyggingarsjóð Vesturlands, sem hefur gert Barnamenningu að sérstöku verkefni og grunnskóla í héraðinu.

Stofnað hefur verið til samstarfs við grunnskóla í héraðinu um hátíðina. Þeir eru Auðarskóli í Búðardal, Grunnskóli Borgarfjarðar, Grunnskólinn í Borgarnesi, Reykhólaskóli og Laugargerðisskóli.

Markmið  slíkrar hátíðar felst í því að börnum, sem fást við Snorra Sturluson og miðaldir í grunnskólunum verði boðið til hátíðar í Reykholti, sem borin verði að hluta til uppi af listrænu framlagi þeirra sjálfra eftir skólavinnu sína og að hinum hlutanum af þeim, sem bjóða fræðslu og uppákomur í anda Snorra og samtíðar hans. Okkur þykir brýnt, að hvetja börn til þess að takast á við menningararfinn á margvíslegan og skapandi hátt í sínu námsumhverfi og koma afrakstrinum á framfæri á sögustaðnum sjálfum, Reykholti, þar sem sagan varð til. Þar verða saman komin börn á miðstigi grunnskóla héraðsins með kennurum sínum, foreldrum og öðrum gestum, sem kynnu að vilja sækja hátíðina.  Óhætt er að segja að Reykholt búi yfir kjörnum aðstæðum til slíkrar hátíðar þar sem sagan varð til og umhverfið allt býður uppá hvers konar listviðburði og upplifun, úti og inni.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.