Fullveldisins minnst með fyrirlestri: Lesið milli lína í dagbókum Kristjáns X.
28. nóvember 2017

Fullveldisins minnst með fyrirlestri: Lesið milli lína í dagbókum Kristjáns X.

Bókhlaða Snorrastofu

Borgþór S. Kjærnested rithöfundur flytur. Umræður og kaffiveitingar. Aðgangur kr. 500.

Snorrastofa minnist Fullveldisdags Íslendinga með því að Borgþór S. Kjærnested rithöfundur flytur fyrirlestur í Bókhlöðu Snorrastofu, þriðjudaginn 28. nóvember næstkomandi, um dagbækur Danakonungs, Kristjáns X. Hann fékk leyfi Margrétar drottningar til að lesa dagbækur afa hennar, þar sem skráð eru samskipti hans við Íslendinga og íslenskar aðstæður á árunum 1908-1932. Bækurnar byrjaði hann að skrá 1908 eftir að hið svokallaða „Uppkast" var fellt í atkvæðagreiðslu á Íslandi.

Kristján konungur skrifaði margar dagbækur samhliða, um persónulegar tilfinningar sínar og viðhorf, um hestana sína, um sjálfan sig sem krónprins og síðan sem konung Danmerkur frá 1912 og svo um samskiptin við Ísland og Íslendinga frá 1908 fram til ársins 1932. Þá hætti hann alveg að skrá þær. Um er að ræða 500 handritaðar blaðsíður í stílabókum sem eru lokuð gögn fram til ásins 2112, eða í 160 frá andláti drottningar hans, Alexandrínu, 1952. Sögufélag Íslands undirbýr nú sérstakt leyfi til að gefa bækurnar út í íslenskri þýðingu Borgþórs, en fyrrv. forseti þess, Guðni Th. Jóhannesson, fyldist náið með framvindu skráningar þeirra 2011 til 2015.

Borgþór Vestfjörð Svavarsson Kjærnested er fæddur 1943 í Sandgerði en ólst upp að Ásum í Stafholtstungum. Hann hefur dvalið langdvölum í Finnlandi og stundað blaða- og fréttamennsku um norræn málefni við fjölmargar fréttastofur. Hann hefur einnig starfað við leiðsögn og fararstjórn erlendra gesta á Íslandi og stundað ritstörf og þýðingar.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.