"Fyrirlestrar í héraði: &quote;Eigi skal höggva: Jeg er ligeglad&quote;"
24. nóvember 2018

"Fyrirlestrar í héraði: &quote;Eigi skal höggva: Jeg er ligeglad&quote;"

Önnur staðsetning

Dr. Jón Karl Helgason.

Lausbeislaðar hugleiðingar um fullveldið og karlveldið - í tilefni fullveldisafmælis Íslendinga.

Dr. Jón Karl Helgason flytur.

Árið 1241 var Snorri Sturluson tekinn af lífi á heimili sínu, Reykholti í Borgarfirði og herma sagnir að andlátsorð hans hafi verið „Eigi skal höggva“. Um sjö hundruð árum síðar var Guðmundur Kamban tekinn af lífi í matsal hótelsins þar sem hann bjó í Kaupmannahöfn og sagan segir að andlátsorð hans hafi verið: „Saa skyd. Jeg er ligeglad“. Í erindi sínu gerir Jón Karl Helgason tilraun til að tengja saman dauða skáldanna og virðir um leið fyrir sér hugsanleg tengsl þeirra við ártalið 1918 og skrif Sigurðar Nordals.

Fyrirlesturinn er öllum opin en er um leið nokkurs konar upptaktur að vinnustofu sérfræðinga víða að úr heiminum, sem fást við rannsóknir á verkum Snorra Sturlusonar og viðtökum þeirra í gegnum tíðina.  Það var Afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands, sem styrkti þetta framtak á sama hátt og sögusýninguna um árið 1918 í Borgarfirði, sem opnuð var 3. nóvember s.l.

og nú myndar skemmtilega umgjörð um fyrirlestur Jóns og vinnustofu sérfræðinganna.

Jón Karl er prófessor við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf í samanburðarbókmenntum frá The University of Massachusetts og hefur á liðnum árum unnið að rannsóknum á þjóðardýrlingum, menningarsögu 20. aldar og viðtökum íslenskra fornbókmennta. Meðal verka hans eru bækurnar Hetjan og höfundurinn (1998), Ferðalok (2003), Mynd af Ragnari í Smára (2009) og Echoes of Valhalla (2017).

Eins og áður segir er fyrirlesturinn öllum opinn og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna og aðgangseyrir er kr. 500. 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.