Fyrirlestrar í héraði: Kongungsríkið Ísland 1918–1944
6. desember 2016

Fyrirlestrar í héraði: Kongungsríkið Ísland 1918–1944

Bókhlaða Snorrastofu

Magnús Kjartan HannessonMagnús K. Hannesson lögfræðingur og sagnfræðingur flytur.

Gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem urðu á stjórnskipun Íslands frá og með 1. desember 1918 í kjölfar þess að Danmörk viðurkenndi Ísland frjálst og fullvalda ríki. Það varð síðar formlega nefnt konungsríkið Ísland. Segir í fyrirlestrinum ennfremur frá konungi Íslands og konungsætt og sambandi Íslands og Danmerkur. Þá verður vikið að utanríkismálum konungsríkisins og endalokum þess, stofnun lýðveldisins Íslands 17. júní 1944.

Magnús K. Hannesson er með doktorspróf í lögfræði frá Exeterháskóla á Englandi og meistarapróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfar á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og er meðal annars fastafulltrúi Íslands hjá Efnavopnastofnuninni í Haag. Auk þess er Magnús aðjúnkt við háskólann á Bifröst og kennir þar stjórnskipun og þjóðarétt. Í frístundum sínum stundar hann rannsóknir á konungsríkinu og í geimrétti. Í föðurætt á hann ættir að rekja til Grímsstaða í Reykholtsdal og ættmenn hans voru löngum kenndir við Tungufell í Lundarreykjadal. Bjartmar Hannesson bóndi á Norður-Reykjum í Hálsasveit er bróðir Magnúsar.

Að margra mati hefur hátíðleiki 1.desember látið nokkuð í minni pokann hin síðari ár og Snorrastofa fagnar því sérstaklega þessum fyrirlestri Magnúsar. Boðið verður til kaffiveitinga og umræðna í lok fyrirlestursins og aðgangseyrir er kr. 500.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.