
Fyrirlestrar í héraði: Landnámabók sem (landa)kort. Nokkrar hugleiðingar
Bókhlaða Snorrastofu
Dr. Emily Lethbridge flytur (á íslensku).
Kort af Sólheimajökli, eitt af viðfangsefnum Emily.Í fyrirlestrinum verður fjallað um Landnámu og þá hugmyndafræði að hlutverki landakorta og bókmennta svipi saman við að koma skipulagi á og halda utan um upplýsingar okkar og þekkingu á landi og lífi. Hún segir frá nokkrum hugleiðingum sem snúast um að túlka Landnámabók sem landakort eða landabréf, þó sköpuð sé með orðum. Emily hefur rannsakað varðveislu Íslendingasagna í handritum og hvaða hlutverk landslagið leikur í því ferli. Margir minnast hennar þegar hún ferðaðist um landið fyrir nokkrum árum á gömlum sjúkrabíl og vann að rannsóknum sínum.
Emily Lethbridge er doktor í fornbókmenntum frá Háskólanum í Cambridge og starfar um þessar mundir að rannsóknum við Miðaldastofu Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auk þess sem hún sinnir kennslu í miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúast um varðveislu Íslendingasagna í handritum og og hvaða hlutverki landslagið gegnir í því samhengi.
Icelandic Saga Map hlaut hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2015
Emily Lethbridge vinnur að því að þróa stafræna tólið 'Icelandic Saga Map', þar sem öll örnefni í Íslendingasögunum eru tengd korti, og hægt er því að lesa sögurnar út frá landinu. Verkefnið, Icelandic Saga Map, hlaut fyrsta sæti í árlegri samkeppni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands í nóvember 2015 og kortið er aðgengilegt hjá http://sagamap.hi.is.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.