Fyrirlestrar í héraði: Marshalláætlunin og tæknivæðing Íslands
19. mars 2019

Fyrirlestrar í héraði: Marshalláætlunin og tæknivæðing Íslands

Bókhlaða Snorrastofu

Sigrún Elíasdóttir sagnfræðingur flytur.

Á eftirstríðsárunum fengu Íslendingar þróunaraðstoð frá Bandaríkjastjórn sem kölluð var Marshallaðstoð. Farið verður yfir hver hugmyndafræðin var á bakvið aðstoðina og í hvað fjármagnið var nýtt á Íslandi. Hver var aðkoma íslenskra ráðamanna að ákvarðanatöku þess efnis og hver hefði framtíð landsins verið án þessara erlendu fjárfestinga?

Sigrún Elíasdóttir er Borgfirðingur, með MA gráðu í sagnfræði og ritlist frá HÍ og hefur stundað sjálfstæð ritstörf undanfarin ár. Marshall áætlunin og tæknivæðing Íslands var lokaverkefni hennar í meistaranámi í sagnfræði.

Kaffiveitingar og umræður

Verið velkomin

Aðgangur kr. 500

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.