Fyrirlestrar í héraði: Ögn um útfararsiði
12. febrúar 2019

Fyrirlestrar í héraði: Ögn um útfararsiði

Bókhlaða Snorrastofu

Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka

Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka flytur fyrirlesturinn "Ögn um útfararsiði"

Þórólfur fjallar mest um húskveðjuna, sið sem kom og fór. Þá verður í fyrirlestrinum fjölmargt annað sem tengist útförum fyrr og nú en lítið sem ekkert um trúarlega hlið útfararsiða.

Þórólfur Sveinsson er ættaður úr Fljótum. Hann lauk BS-prófi frá þáverandi Framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri árið 1975 og var ráðunautur í Vestur-Húnavatnssýslu 1975 – 1978. Hefur verið bóndi á Ferjubakka frá árinu 1978. Hann vann að félagsmálum bænda í liðlega tvo áratugi og hin síðari ár hefur hann nokkuð setið að grúski, meðal annars um útfararsiði.

Það er ánægjuefni að eiga slíkan fyrirlestur í vændum og Snorrastofa tekur honum fagnandi.

Kvöldið hefst kl. 20:30 og að fyrirlestri loknum er boðið til kaffiveitinga og umræðna.

Aðgangur kr. 500

Verið öll velkomin

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.