Fyrirlestrar í héraði: Skýjum ofar á hæsta tindi jarðar
18. febrúar 2020

Fyrirlestrar í héraði: Skýjum ofar á hæsta tindi jarðar

Önnur staðsetning

Everest, himneskur staður eða martröð - nema hvort tveggja sé? Ingólfur Geir Gissurarson Skagamaður, fasteignasali og Everestfari flytur.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20 í Brúarási í Hálsasveit. Boðið verður til kaffiveitinga og umræðna að venju.

Samstarfsverkefni Snorrastofu, Brúaráss og Sögu jarðvangs. Aðgangseyrir kr. 1000

Kynnir kvöldsins verður Þórunn Reykdal.

Þann 21. maí 2013 kl. 06:15 að staðartíma, náði Ingólfur tindi Mount Everest, hæsta fjalls heimsins (8.848 m.), og varð þá elsti Íslendingurinn til að ná tindinum, fyrsti íslenski afinn! Í fyrirlestrinum rekur hann þetta mikla afrek í máli og myndum.

Ingólfur Geir Gissurarson er fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 1962 og ólst upp á Akranesi frá fjögurra ára aldri. Hann er menntaður íþróttakennari og löggiltur fasteignasali.  Hefur unnið við fasteignasölu frá 1989 og starfar hjá fasteignasölunni Valhöll í Reykjavík.

Átta ára hóf Ingólfur sundæfingar af krafti á Akranesi og komst í allra fremstu röð, varð margfaldur Íslandsmeistari á árunum kringum 1980. Hann setti alls 20 Íslandsmet og var valinn sundmaður ársins á Íslandi 1981.    Á 10. áratug síðustu aldar fór Ingólfur að stunda langhlaup af krafti og hefur lokið alls 24 maraþonhlaupum og varð 5 sinnum Íslandsmeistari í maraþonhlaupi á árunum 1995 - 2001.

Alla tíð hafa þó fjallgöngur heillað og verið stundaðar inn á milli.   Árið 2007 fór Ingólfur á Elbrus í Rúslandi sem er hæsta fjall Evrópu 5.650 m.  Árið 2009 og 2011 gekk hann á fjallið Aconcagua  í Argentínu, hæsta fjall Suður Ameríku 6.960 m. Það fjall er oft nefnt Everest áhugamannsins og er hæsta fjall heims fyrir utan Himalayja fjallgarðinn.  Árið 2016 gekk Ingólfur á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku.

Ingólfur er Skagamönnum að góðu kunnur, sonur Jónínu Ingólfsdóttur ljósmóður og fóstursonur Ásmundar Ólafssonar. Hann er giftur Margréti Björk Svavarsdóttur og eiga þau þrjár dætur og þrjú barnabörn.

Efni kvöldsins fellur vel að þeim útivistaráhuga, sem nú er áberandi víða að ekki sé talað um markþjálfun, sem hlýtur að vera órjúfanlegur hluti þess að ná þeim árangri, sem hér um ræðir.

Myndir úr ferð fjallakappans á Everest (I.G.).

 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.