"Fyrirlestrar í héraði: Þjóðminjar og Þjóðminjasafn Íslands, fyrr og nú"
31. október 2017

"Fyrirlestrar í héraði: Þjóðminjar og Þjóðminjasafn Íslands, fyrr og nú"

Bókhlaða Snorrastofu

©Kristinn Ingvarsson

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður flytur.

Þjóðminjasafn Íslands var stofnað árið 1863 á tímum sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Frá þeim tíma hefur stofnunin mótast með samfélaginu og leggur nú áherslu á víðsýni, og hið  þjóðlega í alþjóðlegu samhengi. Margrét kynnir bók sína, Þjóðminjar og stiklar á stóru í þessari sögu samfélagsþróunar og hlutverks höfuðsafns þá og nú. Sjónum verður beint að hlutverki stofnunarinnar á sviði þjóðminjavörslu, varðveislu, rannsókna og miðlunar. Margrét fléttar inn í fyrirlestur sinn frásögn af fornleifarannsóknin í Viðey á árunum 1987-1995, en Þjóðminjasafni Íslands er ætlað að varðveita gögn og jarðfundna gripi allra fornleifarannsókna á Íslandi. Í Viðey átti Snorri Sturluson sín spor þegar hann stóð ásamt Þorvaldi Gizzurarsyni að stofnun klausturs þar.

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur um árabil starfað að minjavörslu og gegnt margvíslegum ábyrgðarstöðum á þeim vettvangi. Hún stjórnaði fornleifarannsóknum í Viðey á árunum 1987-1995, var borgarminjavörður frá 1989 til ársins 2000 þegar hún tók við forstöðu Þjóðminjasafns Íslands. Hún menntuð í fornleifafræði frá Stokkhólmsháskóla, sagnfræði og opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún ritað margvíslega um fornleifar og minjavörslu og árið 2016 kom út bók hennar, Þjóðminjar, á vegum Þjóðminjasafns Íslands og Crymogeu.

Fyrirlesturinn hefst að venju kl. 20:30 og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna.

Aðgangur kr. 500

 

 

 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.