Fyrirlestrar í héraði: Uppruni Íslendinga og landnámið.
10. apríl 2018

Fyrirlestrar í héraði: Uppruni Íslendinga og landnámið.

Bókhlaða Snorrastofu

Helstu kenningar.

Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur flytur.

Velt verður upp ýmsum spurningum er varðar landnám Íslands, landnámsmenn og uppruna þeirra. Guðmundur hefur gefið út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem leitað er svara við spurningum af þessu tagi.

Guðmundur  G. Þórarinsson er byggingarverkfræðingur að mennt, fæddur í Reykjavík árið 1939. Hann starfar sjálfstætt sem verkfræðiráðgjafi.

Hann hefur m.a. verið formaður Verkfræðingafélags Íslands, formaður Sambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, stjórnarformaður Ríkisspítalanna og formaður Byggingarnefndar Listasafns Íslands. Þá var hann um árabil alþingismaður Reykvíkinga og borgarfulltrúi.

Guðmundur var forseti Skáksambands Íslands árið 1972 þegar heimsmeistaraeinvígið í skák milli Bobby Fischer og Boris Spassky var haldið í Reykjavík.

Hann hefur skrifað fjölda greina um leikrit Shakespeare , skák, verkfræði, laxeldi, bókmenntir og stjórnmál. Hann er einn upphafsmanna kenningarinnar um íslenskan uppruna Lewis skákmannanna og skrifað bókina „The enigma of the Lewis chessmen“.  Þá er Guðmundur höfundur bókarinnar „Árdagar Íslendinga“ sem kom út fyrir jólin 2016.

Guðmundur er heiðursfélagi  Verkfræðingafélags Íslands og Skáksambands Íslands.

Boðið verður til kaffiveitingar og umræðna.

Aðgangur er kr. 500.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.