Fyrirlestur í héraði á Reykholtshátíð
25. júlí 2020

Fyrirlestur í héraði á Reykholtshátíð

Bókhlaða Snorrastofu

Gluggar í Reykholtskirkju. Laugardagurinn 25. júlí 2020 kl. 13 í Bókhlöðu Snorrastofu.

Valgerður Bergsdóttir myndlistarmaður, myndhöfundur glugga í Reykholtskirkju, lýsir vinnuferli við þema viðfangsefnis og teikningum fyrir glergerð.

Verið velkomin

Aðgangur ókeypis

Vinna að verkefninu stóð yfir með hléum á árabilinu  2001-2006. Arkitekt kirkjunnar er Garðar Halldórsson, sem þá var húsameistari.

Athyglisvert og fordæmisgefandi við framkvæmd verksins var ákvörðun byggingarnefndar um samkeppni meðal valinna myndlistarmanna um verkið. Samkeppnin fór fram á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna í byrjun 10. áratugarins. Kirkjan var þá á byggingarstigi og nokkur tími leið þar til efni stóðu til að hefja vinnu við gerð glersins.  Þátttakendur samkeppninnar unnu með hliðsjón af útboðstexta: „Myndefni höfði til kristni og kirkju með tilliti til söguhelgi staðarins. Listamaðurinn hefur frjálsar hendur um útfærslu þess með tilliti til þess, að kirkjan er nútímabygging í klassísku formi.“ Vinna við glergerð verksins eftir teikningum og forskrift myndhöfundar var hjá Glaswerkstätte Dr. H. Oidtmann, í Linnich í Þýskalandi.

Dr. Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur, sem þá var prófessor í listfræði við LHÍ  kemst svo að orði um verkefnið og texta þess í frumgögnum: „Það voru tillögur Valgerðar Bergsdóttur, teiknara, sem urðu fyrir valinu, en samkvæmt útboðsgögnum skyldi kristni og kirkja vera meginþema myndskreytinganna með hliðsjón af sögulegu mikilvægi staðarins sem eins helsta kirkju og höfðingjaseturs landsins á miðöldum. Hvað hið síðarnefnda áhrærir þá er og verður Reykholt tengt nafni Snorra Sturlusonar, veraldlegs höfðingja sem í skrifum sínum var maður tveggja tíma, heiðni og kristni. […] Stærð Snorra er ekki síst fólgin í því að hann skynjaði betur en nokkur annar norrænn maður hve mikilvægt það var fyrir menningu okkar að varðveita órofa hefð sem tengdi kristindóm samtíðar hans við trúarbrögð fyrri alda.“

Myndir frá uppsetningu og gerð glugganna (Valgerður Bergsdóttir)

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.