Fyrirlestur Snorrastofu á Reykholtshátíð: Um fall Ólafs konungs Haraldssonar
29. júlí 2017

Fyrirlestur Snorrastofu á Reykholtshátíð: Um fall Ólafs konungs Haraldssonar

Bókhlaða Snorrastofu

François-Xavier Dillmann prófessor flytur (á íslensku).

Um engan viðburð til forna hafa spunnist fleiri sagnir á Norðurlöndum en Stiklarstaðaorrustu 1030 þar sem Ólafur konungur Haraldsson féll.

Kirkjan hefur dagsett orrustuna 29. júlí og nefnt Ólafsmessu. En hverjir voru andstæðingar Ólafs digra og hvers vegna var gerð uppreisn gegn honum?

Í fyrirlestrinum verður fjallað um aðdragandann að Stiklarstaðaorrustu.

Umræður - Verið öll velkomin

Dr. François-Xavier Dillmann, prófessor í fornnorrænum fræðum í École pratique des Hautes Études í París (Sorbonne) er virtur vel fyrir fræðastörf sínum á evrópskum vettvangi. Hann hefur unnið mjög að franskri þýðingu á verkum Snorra Sturlusonar, þýddi Snorra Eddu, som kom út hjá Gallimard forlaginu í París 1991, og hefur verið mjög vinsæl hjá frönskumælandi lesendum - hefur komið út í tugþúsunda upplagi (prentuð 19 sinnum). Þá hefur komið út af hans hendi fyrsti hluti þýðingar á Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Dillmann er mikill aufúsugestur í Reykholti og fræðasamfélagið fagnar hverri dvöl hans hér.

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.