Gengið um sögustaðinn Reykholt
26. júní 2016

Gengið um sögustaðinn Reykholt

Önnur staðsetning

Sunnudaginn 26. júní næstkomandi kl. 15 býður Snorrastofa til útivistar í Reykholti undir leiðsögn heimamanna, sr. Geirs Waage og Óskars Guðmundssonar rithöfundar. Gengið verður um staðinn með nokkrum áningum og sagt frá mannlífi og mannvirkjum í gegnum aldirnar. Gangan hefst við inngang Snorrastofu á neðra bílaplani og áætlað er að hún taki um klukkustund.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Að undanförnu hefur að margra mati verið lyft Grettistaki í hirðu og uppbyggingu staðarins í Reykholti og því tímabært að heimamenn bjóði  gestum og gangandi að njóta staðarins og sögu hans.  Þess má geta að á nýliðnum þjóðhátíðardegi veitti Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson séra Geir Waage fálkaorðuna fyrir störf sín að  uppbyggingu og skógrækt í Reykholti.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.