Guðmundur G. Hagalín og bandarískar nútíðarbókmenntir
24. nóvember 2015

Guðmundur G. Hagalín og bandarískar nútíðarbókmenntir

Bókhlaða Snorrastofu

Fyrirlestrar í héraði

HaukurIngvarsson2011EBM Haukur Ingvarsson

Haukur Ingvarsson er fæddur 12. febrúar 1979. Hann lauk meistaraprófi í íslenskum bókmenntum árið 2005 og hefur síðan fengist við ritstörf og dagskrárgerð í útvarpi. Haukur kom fyrst fram sem ljóðskáld og tók m.a. þátt í ýmsum uppákomum á vegum Nýhils áður en fyrsta ljóðabók hans, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga, leit dagsins ljós árið 2004. Hann hefur síðan sent frá sér fræðibókina Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness (2009) og skáldsöguna Nóvember 1976 (2011). Þá hefur hann birt ljóð, þýðingar og greinar í bókum og tímaritum. Haukur leggur nú stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Efni rannsóknarinnar er William Faulkner á Íslandi.

Fyrirlesturinn hefst að vanda kl. 20:30 og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna. Aðgangur er 500 krónur.

 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.