Hlé á viðburðum í Snorrastofu
31. desember 2020

Hlé á viðburðum í Snorrastofu

Bókhlaða Snorrastofu

Vegna Covid-faraldurs hafa fyrirhugaðir og hefðbundnir viðburðir Snorrastofu á haustmisseri 2020 verið felldir niður.

Í ljósi smithættu þykir hvorki ráðlegt né nógu öruggt að stefna saman fólki víða að til samveru og samskipta.

Hér er átt við Fyrirlestra í héraði, sem fylgt hafa stofnuninni frá upphafi og fornsagnanámskeið sem Snorrastofa hefur staðið að ásamt Landnámssetri og Símenntunarmiðstöð Vesturlands.

Um næstu áramót verður staðan skoðuð og stofnunin vonast til að sjá þá framá að geta hafið fyrirlestra og viðburði á ný, án áhættu fyrir þátttakendur.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.