Kvæðamannafélag Vesturlands stofnað í Reykholti
6. febrúar 2016

Kvæðamannafélag Vesturlands stofnað í Reykholti

Bókhlaða Snorrastofu

Kvæðamannafélagið Árgali á Selfossi heldur Þorrafund sinn í Reykholtskirkju laugardaginn 6. febrúar 2016 kl. 16-18

Kenndar verða þrjár stemmur og kveðið sitthvað fleira, sem gestir taka heim með sér. Minnst verður tveggja hagyrðinga og kvæðamanna úr Borgarfirði, sem voru félagar í Árgala, Jakobs á Varmalæk og Sveinbjarnar allsherjagoða. Vísur verða kveðnar eftir þá. Ungur Borgfirðingur kveður stemmu að eigin vali og ungur Sunnlendingur kveður stemmu langa- lang ömmu sinnar.

Að fundi Árgala loknum verður haldið í Bókhlöðu Snorrastofu í boði og samvinnu við Snorrastofu. Þar verða lögð drög að stofnun kvæðamannafélags fyrir Borgarfjörð, Mýrar og Dali. Félagið mun eiga framtíðarskjól og aðsetur hjá Snorrastofu.

"Velkomin skulið þið öll vera til að fræðast um hina fornu íþrótt rímnakveðskapar og gerast stofnfélagar" segir í fréttatilkynningu frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni, formanni Árgala á Selfossi.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.