Miðaldalíf á Barnamenningarhátíð í Reykholti
3. maí 2016

Miðaldalíf á Barnamenningarhátíð í Reykholti

Önnur staðsetning

Þriðjudaginn 3. maí hittast um 170 börn á miðstigi grunnskóla Vesturlands til að tjá og upplifa sögu miðalda hér á slóðum Snorra Sturlusonar. Áhersla verður lögð á skapandi listir og verkmenningu, sem tengjast Snorra og sögu staðarins.

Fyrri hluta dags bera nemendur á borð afrakstur eigin sköpunar og eftir hádegishressingu verður þeim boðið að taka þátt í fjölbreytilegum verkstæðum, sem öll hafa skírskotun til miðalda.

Öllum er frjálst að koma og fylgjast með dagskránni og verkstæðunum. Sjá auglýsingu.

Verkstæði:

Eldsmiðja frá Akranesi. Ábm. Guðmundur Sigurðsson.

Ritstofa á vegum Árnastofnunar. Ábm. Svanhildur María Gunnarsdóttir.

Miðaldamatstofa. Ábm. Búdrýgindi í Árdal.

Ratleikur um sögustaðinn. Ábm. Ása Helga Ragnarsdóttir.

Skólar, sem taka þátt í hátíðinni:

Grunnskóli Borgarfjarðar, deildirnar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi,

Grunnskólinn í Borgarnesi,

Laugagerðisskóli og

Reykhólaskóli

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.