Norskur karlakór með tónleika
23. júní 2017

Norskur karlakór með tónleika

Reykholtskirkja

Mannskoret Havdur, karlakór frá Bömlo í Noregi heldur tónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 23. júní 2017 kl. 17.

Stjórnandi er Cecilie Rönhovde frá Stord.

Karlakórinn Havdur var stofnaður árið 1937 og hefur starfað síðan, nema í seinni heimsstyrjöldinni. Kórinn flytur andlega, veraldlega og þjóðlega söngva án undirleiks. Hefur hann tekið þátt í ýmsum viðburðum í Bömlo og á eyjunum í grendinni. Þá hefur hann sungið í Færeyjum, á Shetlandseyjum, Írlandi og í Austur-Evrópu. Hefð er fyrir því að HAVDUR komi fram á 17. maí hátíðarhöldum og syngi í kirkjum og menningarhúsum. Söngmenn eru um 30 talsins.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.