Prjóna-bóka-kaffi
18. október 2018

Prjóna-bóka-kaffi

Bókhlaða Snorrastofu

Kvöldstund í bókhlöðunni við hannyrðir, kaffisopa og spjall, hálfsmánaðarlega í vetur, á fimmtudagskvöldum.

Það er öllum opið og þar hefur á undanförnum vetrum skapast baðstofustemning þar sem handverk er í hávegum haft og umræður því tengdu sem og öllu öðru, mögulegu og ómögulegu. Gestir eru hvattir til að koma með hugmyndir og uppskriftir og að segja frá sínum áhugamálum og viðfangsefnum.

Þá eru oft lesnir bókakaflar eða hvaðeina, sem vakið hefur áhuga.

Bókasafnið er opið til útlána.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.