Reykholtshátíð
22. - 24. júlí 2022

Reykholtshátíð

Reykholtskirkja

Reykholtshátíð

Við kynnum með gleði og ánægju flytjendur á Reykholtshátíð 2022.
Erlendu gestir okkar að þessu sinni verða víóluleikarinn Rita Porfiris og fiðluleikarinn Anton Miller en saman skipa þau Miller-Porfiris Duo. Þau eru miklir aufúsugestir og Íslandsvinir og eiga stórglæsilegan feril að baki bæði sem einleikarar og kammermúsíkantar. Þau verða kynnt betur síðar en í millitíðinni er hægt að kynna sér þau á heimasíðu þeirra www.millerporfirisduo.org.
Farfuglarnir að þessu sinni verða fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson og barintónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson. Það verður sannarlega gaman að taka á móti þeim báðum á Reykholtshátíð en Ari er búsettur í Tel Aviv þar sem hann starfar með Fílharmóníusveitinni í Ísrael og Oddur er búsettur í Salzburg. Báðir eru þeir tónleikagestum Reykholtshátíðar að góðu kunnir og mikil tilhlökkun að fá þá til liðs við hópinn.
Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari mun leika bæði kammertónlist og með Oddi Arnþóri á hátíðinni. Nína Margrét er flestum kunn bæði sem píanóleikari og kennari og hún hefur um árabil átt í farsælu samstarfi við marga flytjendur hátíðarinnar í ár.
Sellóleikarinn Sigurgeir Agnarsson og flautuleikarinn Berglind Stefánsdóttir eru tónleikagestum Reykholtshátíðar heldur betur að góðu kunn en Sigurgeir Agnarsson var listrænn stjórnandi hátíðarinnar í átta ár. Þau snúa nú aftur til að spila í kirkjunni góðu og má búast við að þar verði fagnaðarfundir.
Listrænir stjórnendur hátíðarinnar, víóluleikarinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og sellóleikarinn Sigurður Bjarki Gunnarsson leika að sjálfsögðu líka með öllu þessu góða fólki.
Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Karólínu Eiríksdóttur, Schumann, Errolynn Wallen, Weber, Malnborg Ward, Dvorak, Jón Leifs, Strauss, Jórunni Viðar, Rossini, Atla Heimi Sveinsson og Beethoven.
Hátíðin fer fram dagana 22.-24. júlí 2022.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll !
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.