Simfóníuhljómsveit unga fólksins
23. nóvember 2025

Simfóníuhljómsveit unga fólksins

Reykholtskirkja

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfónía) halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 23. nóvember kl. 16.00.

Á tónleikunum syngur Hanna Ágústa Olgeirsdóttir einsöng með kórnum í Magnificat eftir John Rutter og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir leikur Rhapsody in Blue fyrir píanó og hljómsveit eftir George Gershwin.

Að auki leikur hljómsveitin forleikinn að Töfraflautunni eftir Mozart. Þær Hanna Ágústa og Anna Þórhildur eru báðar aldar upp í Borgarfirðinum og hafa fengið margskonar viðurkenningu fyrir list sína. Stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson. Miðasala við innganginn.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.