Snorrastofa tekur þátt í Norrænu bókasafnavikunni og fagnar Degi íslenskrar tungu
14. nóvember 2016

Snorrastofa tekur þátt í Norrænu bókasafnavikunni og fagnar Degi íslenskrar tungu

Bókhlaða Snorrastofu

Norræna bókasafnavikan, er verkefni Sambands Norrænu félaganna og er nú er haldin í 20. sinn um öll Norðurlönd og í Eystrasaltsríkjunum. Þar er leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir. Yfirskrift vikunnar er "Framtíðin á Norðurlöndunum" Sjá auglýsingu hér...

Dagskrá vikunnar í Snorrastofu er mjög fjölbreytt og Dagur íslenskrar tungu, sem fellur í sömu viku, spillir ekki þessu skemmtilega átaki:

  • Steinunn Garðarsdóttir 14. nóvember, mánudagur kl. 10: Dagrenning með yngstu kynslóðinni. Lesið verður úr bókinni, Sumarið hans Hermanns eftir Stian Hole. Nemendur á Kleppjárnsreykjum og Hnoðrabóli koma í heimsókn í bókhlöðuna. Að lestrinum loknum veitir Hönnubúð hressingu fyrir áheyrendur og þeir eiga næðisstund í bókhlöðunni.
  • 15. nóvember, þriðjudagur kl. 20:30: Fyrirlestrar í héraði. Konur breyttu búháttum. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri flytur.
  • 16. nóvember, miðvikudagur Dagur íslenskrar tungu: Rithöfundurinn Iðunn Steinsdóttir heimsækir nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar og Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum í Brún, Bæjarsveit.
  • Bjarni Guðmundsson17. nóvember, fimmtudagur kl. 20: Prjóna-bóka-kaffi. Iðunn Steinsdóttir les úr verkum sínum og spjallar við gesti. Fulltrúi Norræna félagsins í Iðunn Steinsdóttir

    Borgarfirði segir frá starfi félagsins.

Um Norrænu bókasafnavikuna 2016

Mánudaginn 14. nóvember verður Norræna bókasafnavikan sett í 20. sinn, þar sem norræn frásagnarlist og sagnaauður eru í öndvegi. Vikan verður sneisafull af alls kyns viðburðum - svo sem upplestrum, umræðum, sýningum og öðrum menningarviðburðum - sem munu samtímis eiga sér stað á þúsundum bókasafna, skóla og annarra samkomustaða víðsvegar á Norðurlöndunum

og nærliggjandi svæðum. Meginmarkmið Norrænu bókasafnavikunnar er að lýsa upp svartasta skammdegið með því að tendra ljós og lesa bók.

Mánudaginn 14. nóvember er stóri upplestrardagurinn. Þá verður kappkostað að fá eins margar stofnanir og hugsast getur til þátttöku: mögulega verður um óopinbert heimsmet að ræða, þegar lesið verður upp úr völdum textum á hinum ýmsu tungumálum samtímis á yfir 2000 stöðum.

Norræna bókasafnavikan skiptist í tvo þætti: annars vegar Dagrenningu - upplestur fyrir börn, hins vegar Sólarlag - upplestur fyrir fullorðna. Undir Dagrenningu fellur einnig nýr flokkur, sérstaklega ætlaður unglingum.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.