Tónleikar: „Hjartað í fjallinu”
2. nóvember 2019

Tónleikar: „Hjartað í fjallinu”

Bókhlaða Snorrastofu

Páll Guðmundsson. Ljósmynd Gunnlaugur Júlíusson

Hátíðartónleikar, tileinkaðir Páli Guðmundssyni listamanni á Húsafelli, sem varð sextugur á árinu.

Dagskrá:

Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og

Reykholtskórinn undir stjórn Viðars Guðmundssonar

Hljóðfæraleikarar, meðal annarra:

Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og slagverksleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands,

Frank Aarnink og Steef van Oosterhout sem leika á steinhörpur Páls, ásamt honum sjálfum.

Hjörtur Hjartarson frá Fljótstungu leikur einnig á ýmsar flautur Páls.

Þá hefur Páll hannað ýmis hljóðfæri, þ.á.m. panflautur úr rabarbara, sem hann leikur sjálfur á.  Nýjustu hljóðfæri hans eru steinflautur sem leikið verður á nú í fyrsta sinn opinberlega.

Kammerkór Suðurlands og Hilmar Örn hafa verið í farsælu samstarfi við Pál um árabil. Í júní sl. heiðraði kórinn Pál í tilefni sextugs afmælis hans á Sönghátíð í Hafnarborg með flutningi fjölmargra laga hans í útsetningum ýmissa tónskálda, þ.á.m. Þóru Marteinsdóttur, Abélia Nordmann, Iveta Licha og Hilmari Erni, stjórnanda kórsins. Páll leikur og semur tónmyndir á nátúruhljóðfæri sín á einstakan og óhefðbundinn hátt. Samspil tóna og texta er afar sterkt, enda eru náttúran og Páll eitt þegar kemur að list hans.

Kammerkór Suðurlands hefur frumflutt margar tónmyndir Páls m.a. á Listahátíð í Reykjavík 2014 og við Verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Hörpu 2016 sem sjónvarpað var beint á Norðurlöndum. Þar var flutt verk Páls Norðurljós, við ljóð Einars Benediktssonar, sem mun hljóma í flutningi beggja kóranna á þessum tónleikum.

Ljóðin við verk Páls eru í flestum tilfellum ort til hans eða um hann, eins og t.d. titillag tónleikanna ,,Hjartað í fjallinu” eftir Sigurð Pálsson.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.