Tónleikar á laugardaginn: Kór Menntaskólans á Laugarvatni
12. október 2019

Tónleikar á laugardaginn: Kór Menntaskólans á Laugarvatni

Reykholtskirkja

Kór Menntaskólans að Laugarvatni verður við æfingar í Borgarfirði helgina 11.- 13. október næstkomandi og heldur tónleika í Reykholtskirkju laugardaginn 12. október kl. 15.

Stjórnandi og undirleikari er Eyrún Jónasdóttir.

Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt tónlist, bæði íslensk og erlend og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Auk Eyrúnar leika kórfélagar með kórnum.

Kór ML hefur notið mikillar athygli undanfarin ár og hlaut snemma á þessu ári Menntaverðlaun Suðurlands ásamt stjórnanda sínum Eyrúnu Jónasdóttur. Kórinn er fjölmennasti framhaldsskólakór landsins en í honum syngja 103 nemendur úr 1.-3. bekk skólans, sem er rúmlega 75% af öllum nemendum hans.

Heimamenn sem og allir aðrir eru hvattir til að koma í Reykholtskirkju og njóta góðrar tónlistar gegn lágu gjaldi.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.