Tónleikar í Reykholtskirkju þann 10. ágúst: Þá mun ég gleðjast og gráta
10. ágúst 2021

Tónleikar í Reykholtskirkju þann 10. ágúst: Þá mun ég gleðjast og gráta

Reykholtskirkja

Þá mun ég gleðjast og gráta er lifandi viðburður þar sem tengsl raddarinnar, píanósins og klarínettunnar eru könnuð út frá sönglögum úr ljóðaflokkum og fleiri verkum eftir Robert Schumann og Franz Schubert. Sönglögin eru alla jafna samtal píanós og raddar, en klarínettan, sem er oft

sögð það hljóðfæri sem líkist mannsröddinni hvað mest, mun taka þátt í samtalinu og brúa bilið á milli hljóðfæris og söngs sem blanda af hvoru tveggja.

Tónleikarnir eru í Reykholtskirkju þriðjudaginn 10. ágúst kl. 20:00, aðgangur ókeypis. Þeir eru styrktir af Markaðsstofu Vesturlands og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Efnisskrá:

Valdir dúettar úr Spanisches Liederspiel op. 71 (1849) Schumann

Fantasiestücke Op. 73 fyrir klarinett og píanó (1849) Schumann

Valin ljóð úr Frauenliebe und Leben op. 42 (1840) Schumann

Der Hirt auf dem Felsen D. 965 (1828) Schubert

 

Flytjendur:

Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran

Jara Hilmarsdóttir, mezzósópran

Romain Þór Denuit, píanó

Símon Karl Sigurðarson Melsteð, klarínetta

 

Harpa Ósk Björnsdóttir og Jara Hilmarsdóttir stunda báðar nám í klassískum söng til Bakkalárgráðu í Þýskalandi, Harpa í Hochschule für Musik und Theater “Felix Mendelssohn” Leipzig en Jara við Hochschule für Musik und Tanz Köln. Símon Karl Sigurðarson Melsteð stundar nám við Listaháskóla Íslands en hefur frá haustönn 2020 verið í skiptinámi í Robert Schumann Hochschule í Düsseldorf, Þýskalandi. Romain Þór Denuit lauk Bakkalárgráðu í píanóleik við Listaháskóla Íslands vorið 2020 og er á leið í Meistarnám á ítalíu haustið 2021.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.