Tónleikar: Svafa Þórhallsdóttir og Sandra Mogensen
26. ágúst 2016

Tónleikar: Svafa Þórhallsdóttir og Sandra Mogensen

Reykholtskirkja

Svafa Þórhallsdóttir söngkona og Sandra Mogensen píanóleikari halda tónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 26. ágúst næstkomandi kl. 20.  Þeir bera yfirskriftina Mountain Music og þar verða flutt sönglög eftir Edvard Grieg, Jórunni Viðar, Sigvalda Kaldalóns og Jón Leifs. Einnig verða flutt einleiksverk fyrir píanó.

Svafa Þórhallsdóttir er búsett í Danmörku þar sem hún starfar að tónlist og söng. Svafa hefur getið sér gott orð fyrir frumlega nálgun klassískrar tónlistar, fagra rödd og sérlega áhugaverðan flutning, en auk þess að syngja leikur Svafa á franskt horn. 

Sandra  Mogensen er fædd í Kanada, býr nú og starfar í Danmörku en hefur haldið tónleika víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin auk þess að hljóðrita tónlist Grieg fyrir CHM útgáfuna.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.