"Upplestrar, fyrirlestur, prjóna-bóka-kaffi í Norrænu bókasafnavikunni"
9. nóvember 2015

"Upplestrar, fyrirlestur, prjóna-bóka-kaffi í Norrænu bókasafnavikunni"

Bókhlaða Snorrastofu

Norræna bókasafnavikan er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðulöndunum og nágrenni.

Snorri-Dreifibréf211015-vefur

Mánudaginn 9. nóvember verður Norræna bókasafnavikan sett í 19. sinn, þar sem norræn frásagnarlist og sagnaauður eru í öndvegi. Vikan verður sneisafull af alls kyns viðburðum - svo sem upplestrum, umræðum, sýningum og öðrum menningarviðburðum - sem munu samtímis eiga sér stað á þúsundum bókasafna, skóla og annarra samkomustaða víðsvegar á Norðurlöndunum og nærliggjandi svæðum. Meginmarkmið Norrænu bókasafnavikunnar er að lýsa upp svartasta skammdegið með því að tendra ljós og lesa bók.

Mánudagurinn er stóri upplestrardagurinn. Þá verður kappkostað að fá eins margar stofnanir og hugsast getur til þátttöku: mögulega verður um óopinbert heimsmet að ræða, þegar lesið verður upp úr völdum textum á hinum ýmsu tungumálum samtímis á yfir 2000 stöðum.

Í Snorrastofu verður líflega dagskrá:

  • Dagrenning með yngstu borgurunum: Bókhlaðan býður yngstu nemendum á Kleppjárnsreykjum og þeim elstu á Hnoðrabóli að koma til morgunstundar, mánudaginn 9. nóvember til að hlýða á texta vikunnar úr bókinni Vöffluhjarta eftir Maria Parr. Aldís Eiríksdóttir les.
  • Fyrirlestrar í héraði. Þriðjudagskvöldið 10. nóvember flytur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur fyrirlesturinn, "Einn kvenmaður" þar sem hún segir frá skrifum sínum um Auði djúpúðgu og reynslu af því að miðla fornsögulegu efni til nútímans.
  • Prjóna-bóka-kaffi: Á fimmtudagskvöldinu verður lesið upphátt fyrir fullorðna úr Egils sögu. Það gerir Páll S. Brynjarsson formaður Norræna félagsins í Borgarfirði, sem kynnir einnig starf félagsins.

Allir eru hjartanlega velkomnir

Sjá ennfremur upplýsingar við hvern viðburð

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.