• Snorrastofa, menningar-
    og miðaldasetur í Reykholti

Gjörningar á ráðstefnunni í Sýrakúsu 21. desember 2025

Gjörningar á ráðstefnunni í Sýrakúsu

Á ráðstefnunni um Harald harðráða í Sýrakúsu á Sikiley í nóvember flutti James Cave frá Háskólanum í York verk sitt „Field of Broken Ice – Music and Recitations from Heimskringla“ og Futaba Sato frá Japan verkið „The Strategicon of Kekaumenos“. Í samræmi við hefð málþinga þessa verkefnis, sem Háskólinn í Edinborg og Snorrastofa leiða, var samhliða fundunum boðið upp á þessa mögnuðu gjörninga. Cave og Sato brugðust með mjög ólíkum hætti við frumheimildum okkar — annars vegar forníslenskum sögum og hins vegar Strategikon Kekaumenosar.

Lesa meira
Bókakynning í Snorrastofu 1. desember 2025

Bókakynning í Snorrastofu

Bókakynning í Snorrastofu

Fimmtudagskvöldið 4. desember kl. 20:00 verður bæði boðið upp á Prjóna-bóka-kaffi og bókakynningu í Snorrastofu. Þar munu þrír rithöfundar lesa úr verkum sínum, fjalla um þau og svara fyrirspurnum. Um er að ræða eftirfarandi höfunda og verk: Gunnar J. Straumland: Og óvænt munu hænur hrossum verpa,  Guðrún Guðlaugsdóttir: Dóu þá ekki blómin? og Helgi Bjarnason: Bóhem úr Bæjarsveit. Sagnaþættir úr Borgarfirði III.

Lesa meira
Ráðstefna um Harald harðráða á Sikiley 22. nóvember 2025

Ráðstefna um Harald harðráða á Sikiley

Þá er þriðja árlega ráðstefnan í verkefninu “A Viking in the Sun” að baki. Í kjölfar Reykholts og Istanbúl var það Sikiley í hinni glæsilegu borg Sýrakúsa, þar sem fornleifadeild Háskólans í Catania, Scuola di Specializzazione in Beni Archeologici, tók á móti okkur. Fundað var var í fallegri 14. aldar byggingu, Palazzo Chiaramonte. Öll Sýrakúsa reyndist stórkostleg og var farið í skoðunarferðir og boðið eitt kvöldið upp á tónlistarviðburð.

Lesa meira
QR code
Sýningin Saga Snorra.

Hljóðleiðsögn fáanleg á sjö mismunandi tungumálum.
Vinsamlega skannið QR kóðann fyrir kynningu.

 

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31. ágúst: 

Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30. apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.