
Ánægjuleg námskeiðslok
Námskeiðinu um Borgfirðinga sögur lauk s.l. þriðjudag 2. maí í Bókhlöðu Snorrastofu. (Nánar um námskeiðið....)
Fjallað var um Heiðarvígasögu og Gísls Þáttr Illugasonar og kvöldið var fjölmennt, ánægjulegt og fræðandi. Oft hefur námskeiðsfólk tekið sig saman og farið í vorferð í lok fornsagnanámskeiðanna og áætlað er að bregða ekki af vananum í vor. Farið verður í söguferð um Borgarfjörðinn undir leiðsögn Óskar Guðmundssonar, laugardaginn 20. maí. Allir eru velkomnir í ferðina á meðan pláss leyfir. Skráning fer fram hjá Jónínu í Snorrastofu.
Myndir frá kvöldinu (G.Ósk.)
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.