
Fundur Vínlands og landnám Grænlands í ljósi fornleifanna
Orri Vésteinsson fornleifafræðingur leiddi þriðja námskeiðskvöld vetrarins, þriðjudaginn 9. janúar s.l. á áhugaverðan og skemmtilegan máta. Þar fór hann yfir hverjar þær minjar væru helstar, að ógleymdum texta úr Hauksbók, sem menn hefðu sér til halds og trausts um ferðir og vist norrænna manna á Grænlandi og síðar Vínlandi. Námskeiðið er vel sótt og áhuginn mikill. Því var þetta hin besta kvöldstund þar sem mikið var spurt og spjallað.
Næsta námskeiðskvöld verður þriðjudaginn 6. febrúar í Landnámssetri, þangað kemur Örnólfur Thorsson norrænufræðingur og bætir enn við þekkingu þátttakenda.
Sjá nánar um allt námskeiðið...
Myndir (G.Ósk.)
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.