Fyrstu gestirnir prófa tækninýjung við Sögu Snorra
Í dag, 16. júlí 2020 var gestum boðið í fyrsta sinn að nýta nýja tækni við að skoða sýninguna Saga Snorra, sem Snorrastofa setti upp árið 2013 í safnaðar- og sýningarsal Reykholtskirkju-Snorrastofu (jarðhæð).
Hugbúnaðarfyrirtækið Locatify í Borgarnesi býður upp á þessa nýjung í hljóðleiðsögn, sem byggir á nákvæmri staðsetningartækni innanhúss (UWB). Næstu vikur verður gestum boðið að prófa þessa nýju tækni og fyrstu gestirnir, Árni og Hrefna tóku vel í að ríða á vaðið. Leiðsögnin Snorri, innan dyra og utan felst í þeirri viðleitni heimamanna að gestir staðarins gangi vel upplýstir um heimkynni Snorra Sturlusonar.
Verið öll velkomin í Reykholt.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.