
Heimsókn Félags eldri borgara í Borgarfjarðardölum
Miðvikudaginn 4. apríl s.l. bauð Snorrastofa Félagi eldri borgara í Borgarfjarðardölum að njóta sýningarinnar um Snorrahátíðina 1947, sem sett var upp 2017 í hátíðarsal Snorrastofu í héraðsskólanum gamla, um sögu Snorrastyttu Vigelands. Sjá nánar um sýninguna...
Óskar Guðmundsson, höfundur sýningartextans, tók á móti félögum og fræddi um þennan merkisviðburð Íslandssögunnar. Meðal annars sýndi hann kvikmynd þá, sem Kvikmyndasafn Íslands setti saman úr kvikmyndabrotum, og sýnir vel allt hið mikla umstang vegna styttunnar af Snorra Sturlusyni, sem enn stendur hnarrreist við byggingu héraðsskólans gamla og hefur orðið táknmynd Reykholts í hugum margra.
Myndir JE
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.