
Námskeið Ármanns Jakobssonar um Tolkien
Mánudagskvöldi 1. október hófst námskeið dr. Ármanns Jakobssonar um Tolkien og íslenskar miðaldabókmenntir. Þetta var fyrsta kvöld námskeiðsins af þeim sex, sem fyrirhuguð eru. Snorrastofa, Landnámssetur og Símenntunarmiðstöð Vesturlands standa að venju fyrir námskeiðum af þessum toga, til skiptis í Landnámssetri og Snorrastofu og dreifast kvöldin sex yfir veturinn.
Námskeiðið fór vel af stað. Yfirskrift kvöldsins var Tolkien, menntun hans og störf og Ármanni tókst að fanga athyglina með fjölskrúðugri frásögn af þessum merka höfundi, uppvexti, áhrifavöldum og lífshlaupi.
Framundan er áhugavert námskeið og aðstandendur þess hvetja alla til að nýta sér einstakt tækifæri til menntunar.
Skráning fer fram hjá Símenntunarmiðstöðinni (simenntun@simenntun.is) og einnig er hægt að skrá sig á staðnum.
Um námskeiðið má lesa nánar hér á vef Snorrastofu...
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.