
Nýju ári fagnað í Snorrastofu
Snorrastofa óskar öllum velunnurum sínum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Stofnunin státar af þremur viðburðum í janúar. Prjóna-bóka-kaffið í bókhlöðunni er á sínum stað, fimmtudagskvöldin 11. og 26. janúar kl. 20 -22.
Þá er opin æfing og fundur í Kvæðamannafélaginu Snorri í Reykholti, sömuleiðis í bókhlöðunni miðvikudaginn 18. janúar kl. 20.
Í febrúar hefst námskeiðið um Borgfirðinga sögur undir leiðsögn Óskars Guðmundssonar, og fyrirlestur Hvanneyringsins Hjálmars Gíslasonar verður þriðjudaginn 14. febrúar í bókhlöðunni. Hjálmar helgar fyrirlestur sinn þeim 9 atriðum, sem enginn sagði honum um nýsköpun þegar hann hóf feril sinn innan upplýsingatækninnar. Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Framfarafélag Borgfirðinga.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.