Skipasmíðar og siglingar á fornsagnanámskeiði 10. nóvember 2017

Skipasmíðar og siglingar á fornsagnanámskeiði

Þriðjudaginn 7. nóvember s.l. var annað kvöld fornsagnanámskeiðsins um landnám Grænlands og fund Vínlands,  þar sem gestur kvöldsins var Gunnar Marel Eggertsson skipasmíðameistari, sá er smíðaði víkingaskipið Íslending og sigldi því til Ameríku árið 2000. Gunnar sagði frá smíði og siglingu þess skips og annarra á mjög lifandi  og greinargóðan máta.  Afrek Gunnars og víðtæk þekking hans á skipum og siglingum fyrr og nú hreif námskeiðsfólk og kvöldið varð hið ánægjulegasta.

Myndir G.Ósk.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.