Sturlunga í sviðsljósinu 6. nóvember 2019

Sturlunga í sviðsljósinu

Mánudaginn 4. nóvember leiddi Guðrún Ása Grímsdóttir annað námskeiðskvöld vetrarins um Sturlu Þórðarson og Sturlungu. Hún hefur nú um nokkurt skeið unnið að útgáfu Sturlungu fyrir Fornritafélag Íslands, sem væntanleg er innan fárra ára. Kvöldið var vel sótt og líflegt þar sem Guðrún rakti vel uppbyggingu sögunnar og hlutverk hvers þáttar hennar. Hún lagði á það áherslu að hver kafli gegndi mikilvægu hlutverki í framvindunni og að Sturla Þórðarson væri sá mikli höfundur, sem óhætt væri að ætla að stæði að baki henni.

Sjá nánar um námskeiðið...

Myndir B.Þ.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.